Helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2021 20:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/egill Um helmingur stráka í 10. bekk horfir á klám nokkrum sinnum í viku. Verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar hefur áhyggjur af stöðunni. Börnin séu að horfa á brenglaða hluti og klámáhorfið leiði til breyttrar hegðunar. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknar- og greininga sem gerð var í febrúar 2021 horfa þrettán prósent stráka í 10. bekk á klám daglega eða oft á dag og sjö prósent stráka í 8 bekk. Fjörutíu og tvö prósent stráka í 10. bekk horfa á klám nokkrum sinnum í viku. „Það er hópur þarna sem við höfum áhyggjur af sem er að horfa nánast daglega á klám og það er bæði 9. bekkur og 10. bekkur og það er um helmingur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Börn niður í átta ára horfi á klám Stúlkur á þessum aldri horfi talsvert minna á klám. „Þannig þetta er kynbundið vandamál,“ segir Kolbrún Hrund. Dæmi séu um að börn niður í 8 ára horfi á klám. Hún hefur áhyggjur af stöðinni. Börn séu ekki einungis að horfa á klám fyrir kynferðislega örvun heldur einnig til að læra um kynlíf. „Þetta er að birtast í kynferðisbrotum og bæði inni á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á Stígamótum eru þau að sjá miklar breytingu á kynferðisbrotum þar sem brotaþolar eru að lýsa nánast klámmynd,“ segir Kolbrún Hrund. Klippa: Gaurar læra aldrei meira um að ríða Börnin sjái brenglaða hluti Kyrkingartök og grófara kynferðisofbeldi sjáist nú í auknum mæli. Þá birtist aukið klámáhorf barna í breyttri hegðun. „Ég er að fá símtöl til mín um það að það sé mikið klámfengið tal og mikil kvenfyrirlitning,“ segir Kolbrún Hrund. Börnin sjái oft mjög brenglaða hluti. „Það er mikil ofbeldi og við erum sjá mörg klámmyndbönd sem tengja fjölskyldumeðlimi saman. Fyrsta skipti með afa eða mamma kennir syni sínum að gera þetta og svo framvegis,“ segir Kolbrún. Ungir karlar lendi í risvandamálum Í dag geti börn nálgast klám hvar og hvenær sem er hafi þau aðgang að netinu. Rannsóknir sýni að klámáhorf svo unga barna geti leitt til oförvunar á kynsvörunarsvæði í heila þeirra. Það þýði að þegar börnin verði fullorðin þurfi þau margfalt meiri örvun til að líkaminn bregðist við. „Sem þýðir að ungir karlar eru að lenda í risvandamálum, annað hvort ná ekki risi eða að halda risi, eða ná ekki að fá fullnægjunu í kynlífi,“ segir Kolbrún Hrund.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira