Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júní 2021 18:35 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum. Vísir/Egill Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“ Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“
Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira