Liðið sem æfði „aldrei“ og er komið upp í úrvalsdeild Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 17:00 Leikmenn Kríu fögnuðu úrvalsdeildarsætinu vel og innilega. vísir/svava Einstaklega góð stemning, einn kaldur í klefanum og ekkert of margar æfingar. Einhvern veginn svona var uppskriftin að því að lið Kríu komst úr 2. deild og upp í úrvalsdeild í handbolta á fyrstu tveimur árum sínum. Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“ Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“
Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira