Liðið sem æfði „aldrei“ og er komið upp í úrvalsdeild Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 17:00 Leikmenn Kríu fögnuðu úrvalsdeildarsætinu vel og innilega. vísir/svava Einstaklega góð stemning, einn kaldur í klefanum og ekkert of margar æfingar. Einhvern veginn svona var uppskriftin að því að lið Kríu komst úr 2. deild og upp í úrvalsdeild í handbolta á fyrstu tveimur árum sínum. Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“ Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“
Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira