Innlent

Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, tekur við formannssætinu af Berglindi Svavarsdóttur, lögmanni og eiganda á Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur.
Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, tekur við formannssætinu af Berglindi Svavarsdóttur, lögmanni og eiganda á Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur.

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 

Áður gegndi Sigurður embætti varaformanns félagsins og hefur setið í stjórnum hina ýmsu félaga. Hann var til að mynda formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2006-2007 og inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík árin 2002-2003.

Sigurður tekur við af Berglindi Svavarsdóttur, lögmanni og eiganda Lögfræðiskrifstofu Reykjavíkur. Berglind hefur gegnt formannsembættinu undanfarin þrjú ár. 

Þá var sjálfkjörið í tvö laus sæti í stjórn félagsins til tveggja ára. Það eru lögmennirnir Eva Bryndís Helgadóttir hjá LMG lögmönnum og Geir Gestsson hjá Mörkinni lögmannsstofu sem taka sæti í nýrri stjórn.

Lögmennirnir Birna Hlín Káradóttir hjá Arion banka og Kristín Edwald hjá LEX munu sitja áfram.

Hlutverk Lögmannafélagsins er að standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar, að gæta hagsmuna lögmanna og stuðla að framþróun réttarins og réttaröryggis. Þá sinnir félagið lögbundnu eftirlitsvaldi með 1052 félagsmönnum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×