Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 12:25 Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira