Á bak við lás og slá eftir alvarlegar hótanir í garð blaða- og lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2021 12:05 Karlmaðurinn hafði meðal annars í hótunum við starfsfólk Ríkisútvarpsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hafði í hótunum við ýmsa aðila í gær, þeirra á meðal fréttamenn DV, starfsmenn Ríkisútvarpsins og lögreglu, er kominn bak við lás og slá. Hann verður yfirheyrður vegna málsins á næstu dögum eða vikum. Mbl greindi fyrst frá málinu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir hótanirnar sem bárust hafa verið mjög alvarlegar. Meðal annars hafi karlmaðurinn, sem er á miðjum aldri, hótað því að skera ungan lögreglumann á háls. Hótanir voru bæði í formi tölvupósta, á samfélagsmiðlum og í símtölum. Þá hótaði hann enn lögreglumönnum sem handtóku hann síðdegis í gær. Guðmundur Páll segir kærur hafa borist vegna hótana og enn sé von á fleirum. Karlmaðurinn átti eftir að ljúka afplánun í öðru máli og var því færður beint í fangelsi í gær. Til stendur að yfirheyra hann vegna kæranna á næstu dögum eða vikum. Um er að ræða annan karlmann en þann sem handtekinn var snemma í maí vegna gruns um að hafa hringt inn sprengjuhótun til Ríkisútvarpsins. Sá mun hafa verið af erlendu bergi brotinn en sá sem handtekinn var í gær er íslenskur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vildi lítið ræða málið að öðru leyti en því að það væri yfirstaðið og brugðist við því í samræmi við verklag stofnunarinnar. Lögreglumál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá málinu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir hótanirnar sem bárust hafa verið mjög alvarlegar. Meðal annars hafi karlmaðurinn, sem er á miðjum aldri, hótað því að skera ungan lögreglumann á háls. Hótanir voru bæði í formi tölvupósta, á samfélagsmiðlum og í símtölum. Þá hótaði hann enn lögreglumönnum sem handtóku hann síðdegis í gær. Guðmundur Páll segir kærur hafa borist vegna hótana og enn sé von á fleirum. Karlmaðurinn átti eftir að ljúka afplánun í öðru máli og var því færður beint í fangelsi í gær. Til stendur að yfirheyra hann vegna kæranna á næstu dögum eða vikum. Um er að ræða annan karlmann en þann sem handtekinn var snemma í maí vegna gruns um að hafa hringt inn sprengjuhótun til Ríkisútvarpsins. Sá mun hafa verið af erlendu bergi brotinn en sá sem handtekinn var í gær er íslenskur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vildi lítið ræða málið að öðru leyti en því að það væri yfirstaðið og brugðist við því í samræmi við verklag stofnunarinnar.
Lögreglumál Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira