„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2021 12:30 Anton Sveinn McKee ætlar sér stóra hluti í Tókýó. Getty/Andy Lyons Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. „Ég get ekki stjórnað því hvað aðrir gera svo markmiðin mín snúast að tímum. Markmiðið mitt er að synda á 2:06,50, sem er þá annar besti tími í sögunni. Það er stærsta markmiðið mitt og ef allt gengur upp veit ég að ég get verið á þessum tíma, og það ætti vonandi að geta skilað mjög sterkum árangri. Hvort það skilar verðlaunapeningi eða ekki verður bara að koma í ljós. Auðvitað dreymir mann um verðlaun en markmiðið mitt er að ná þessum góða tíma,“ segir Anton Sveinn. Einn í sögunni synt á tímanum sem Anton stefnir á Heimsmeistarinn Anton Chupkov er sigurstranglegastur í 200 metra bringusundi á leikunum. Hann er 24 ára gamall og vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Öfugt við hinn íslenska nafna sinn á Chupkov reyndar ekki möguleika á að fá að standa efst á verðlaunapalli og hlýða á sinn þjóðsöng í Tókýó 29. júlí. Þeir rússnesku keppendur sem fá að taka þátt á leikunum gera það sem „hlutlausir“ keppendur, undir fána rússneska ólympíusambandsins, vegna hins mikla lyfjahneykslis þar í landi. Chupkov er sá eini í heiminum sem synt hefur 200 metra bringusund á innan við 2:06,50 mínútum. Stóra markmiðið hans Antons Sveins er að synda undir þeim tíma og að því hefur hann unnið hörðum höndum, þó að undirbúningurinn hafi alls ekki gengið þrautalaust eins og Anton talaði um við Vísi. Heimsmetið hans Chupkov er 2:06,12 en þegar hann varð Evrópumeistari í síðasta mánuði synti hann á 2:06,99. Íslandsmet Antons Sveins frá 2015 er 2:10,21 og ljóst að hann setur markið mjög hátt, reynslunni ríkari eftir að hafa þegar farið á tvenna Ólympíuleika; í London 2012 og Ríó 2016. „Ég fór á mína fyrstu Ólympíuleika fyrst og fremst bara sem þátttakandi. Núna fer ég á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig, og markmið um að komast í úrslit og vel það,“ segir hinn 27 ára gamli Anton Sveinn. Alltaf dreymt um að sjá fánann fara upp og hlusta á þjóðsönginn Í sundi á Ólympíuleikum synda þeir bestu þrjú sund í hverri grein. Þeir þurfa að komast í gegnum undanrásir og svo 16 manna undanúrslit til að komast í úrslitasundið, þar sem átta keppendur synda. Anton varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, sem voru honum mikil vonbrigði, en núna ætlar hann í úrslit og synda þar á tíma sem gæti vel dugað til verðlauna: „Til að ná þannig árangri þarf sundíþróttin að vera það eina sem maður sinnir, og til þess þarf maður stuðning. Þess vegna er erfitt að taka ákvörðun um að halda áfram þegar maður er alltaf röngu megin við núllið þegar búið er að fara í gegnum allar kvittanir. Maður gerir þetta ekki fyrir gróða heldur til að skara fram úr fyrir Íslands hönd á stærsta sviðinu. Það hefur alltaf verið draumurinn – að synda til sigurs á stórmóti, standa efst á verðlaunapalli og sjá fánann fara upp og hlusta á þjóðsönginn.“ Anton Sveinn McKee á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tæpum fimm árum. Þar varð hann að sætta sig við 18. sæti í 200 metra bringusundi og rétt missti af sæti í undanúrslitum.EPA/PATRICK B. KRAEMER Vonast til þess að komast í æfingabúðir í Tókýó Anton mun ekki keppa á fleiri mótum þá tæpu tvo mánuði sem eru fram að keppni í Tókýó. Hann er við æfingar í Virginíu í Bandaríkjunum en vonast til að komast í æfingabúðir í Japan eða annars staðar í Asíu í aðdraganda leikanna. „Það er ekki víst hvort að það verður eitthvað af æfingabúðunum sem ég ætlaði að vera í fyrir leikana, vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan. Við ætluðum að vera þarna nálægt Tókýó. Vonandi verða þær æfingabúðir svo ég geti mætt í þær, 2-3 vikum fyrir leikana, og æft í tímabeltinu sem ég er að fara að keppa í. Ég verð í æfingabúðum með þjálfaranum mínum, sem fer fyrir hönd Egyptalands, en hann þjálfaði Singapúr áður svo við verðum með því landsliði líka. Ég má svo mæta í ólympíuþorpið örfáum dögum fyrir keppni og fimm dögum eftir keppni þarf maður að vera farinn. Næstu vikur mun ég fínpússa allt. Ég er enn í þungum sund- og lyftingaæfingum núna en hætti að lyfta 3-4 vikum fyrir keppni til að „hvíla“ líkamann til að ná hámarksárangri á leikunum,“ segir fremsti sundmaður þjóðarinnar og eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér farseðilinn til Tókýó. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira
„Ég get ekki stjórnað því hvað aðrir gera svo markmiðin mín snúast að tímum. Markmiðið mitt er að synda á 2:06,50, sem er þá annar besti tími í sögunni. Það er stærsta markmiðið mitt og ef allt gengur upp veit ég að ég get verið á þessum tíma, og það ætti vonandi að geta skilað mjög sterkum árangri. Hvort það skilar verðlaunapeningi eða ekki verður bara að koma í ljós. Auðvitað dreymir mann um verðlaun en markmiðið mitt er að ná þessum góða tíma,“ segir Anton Sveinn. Einn í sögunni synt á tímanum sem Anton stefnir á Heimsmeistarinn Anton Chupkov er sigurstranglegastur í 200 metra bringusundi á leikunum. Hann er 24 ára gamall og vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Öfugt við hinn íslenska nafna sinn á Chupkov reyndar ekki möguleika á að fá að standa efst á verðlaunapalli og hlýða á sinn þjóðsöng í Tókýó 29. júlí. Þeir rússnesku keppendur sem fá að taka þátt á leikunum gera það sem „hlutlausir“ keppendur, undir fána rússneska ólympíusambandsins, vegna hins mikla lyfjahneykslis þar í landi. Chupkov er sá eini í heiminum sem synt hefur 200 metra bringusund á innan við 2:06,50 mínútum. Stóra markmiðið hans Antons Sveins er að synda undir þeim tíma og að því hefur hann unnið hörðum höndum, þó að undirbúningurinn hafi alls ekki gengið þrautalaust eins og Anton talaði um við Vísi. Heimsmetið hans Chupkov er 2:06,12 en þegar hann varð Evrópumeistari í síðasta mánuði synti hann á 2:06,99. Íslandsmet Antons Sveins frá 2015 er 2:10,21 og ljóst að hann setur markið mjög hátt, reynslunni ríkari eftir að hafa þegar farið á tvenna Ólympíuleika; í London 2012 og Ríó 2016. „Ég fór á mína fyrstu Ólympíuleika fyrst og fremst bara sem þátttakandi. Núna fer ég á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig, og markmið um að komast í úrslit og vel það,“ segir hinn 27 ára gamli Anton Sveinn. Alltaf dreymt um að sjá fánann fara upp og hlusta á þjóðsönginn Í sundi á Ólympíuleikum synda þeir bestu þrjú sund í hverri grein. Þeir þurfa að komast í gegnum undanrásir og svo 16 manna undanúrslit til að komast í úrslitasundið, þar sem átta keppendur synda. Anton varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó, sem voru honum mikil vonbrigði, en núna ætlar hann í úrslit og synda þar á tíma sem gæti vel dugað til verðlauna: „Til að ná þannig árangri þarf sundíþróttin að vera það eina sem maður sinnir, og til þess þarf maður stuðning. Þess vegna er erfitt að taka ákvörðun um að halda áfram þegar maður er alltaf röngu megin við núllið þegar búið er að fara í gegnum allar kvittanir. Maður gerir þetta ekki fyrir gróða heldur til að skara fram úr fyrir Íslands hönd á stærsta sviðinu. Það hefur alltaf verið draumurinn – að synda til sigurs á stórmóti, standa efst á verðlaunapalli og sjá fánann fara upp og hlusta á þjóðsönginn.“ Anton Sveinn McKee á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tæpum fimm árum. Þar varð hann að sætta sig við 18. sæti í 200 metra bringusundi og rétt missti af sæti í undanúrslitum.EPA/PATRICK B. KRAEMER Vonast til þess að komast í æfingabúðir í Tókýó Anton mun ekki keppa á fleiri mótum þá tæpu tvo mánuði sem eru fram að keppni í Tókýó. Hann er við æfingar í Virginíu í Bandaríkjunum en vonast til að komast í æfingabúðir í Japan eða annars staðar í Asíu í aðdraganda leikanna. „Það er ekki víst hvort að það verður eitthvað af æfingabúðunum sem ég ætlaði að vera í fyrir leikana, vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan. Við ætluðum að vera þarna nálægt Tókýó. Vonandi verða þær æfingabúðir svo ég geti mætt í þær, 2-3 vikum fyrir leikana, og æft í tímabeltinu sem ég er að fara að keppa í. Ég verð í æfingabúðum með þjálfaranum mínum, sem fer fyrir hönd Egyptalands, en hann þjálfaði Singapúr áður svo við verðum með því landsliði líka. Ég má svo mæta í ólympíuþorpið örfáum dögum fyrir keppni og fimm dögum eftir keppni þarf maður að vera farinn. Næstu vikur mun ég fínpússa allt. Ég er enn í þungum sund- og lyftingaæfingum núna en hætti að lyfta 3-4 vikum fyrir keppni til að „hvíla“ líkamann til að ná hámarksárangri á leikunum,“ segir fremsti sundmaður þjóðarinnar og eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér farseðilinn til Tókýó.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Sjá meira