Alþjóðlegi mjólkurdagurinn Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 08:31 Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar