Hin lægðin er um fjögur hundruð kílómetra suður af Hornafirði og hún er á allhraðri norðurleið.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að nú þegar sé orðið að mestu skýjað á austurhelmingi landsins og þar muni rigna víða í dag í fremur hægri austanátt. Þegar lægðin gangi yfir muni vindur snúast í suðvestan átta til fimmtán metra austantil á landinu, og það létti einnig til á Norðaustur- og Austurlandi.
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu sjö til tólf stig í dag.
„Á morgun er svo útlit fyrir hægum suðlægum áttum en strekkingssunnanátt austantil á landinu fram á annað kvöld. Áfram skúrir um landið vestanvert en samfelldari rigning á Suðausturlandi og úrkomulítið veður norðaustan- og austanlands. Hiti 7 til 16 stig á morgun, hlýjast norðaustantil.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Sunnan 5-13 m/s. Skúrir um vestanvert landið, rigning suðaustanlands, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag: Suðaustan 3-10 m/s og bjartviðri, en gengur í suðaustan 8-15 m/s og þykknar upp sunnan- og vestanlands með lítilsháttar vætu þar um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á föstudag: Suðaustan 5-13 og víða dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum á norðaustanverðu landinu. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á laugardag: Fremur hæg suðaustlæg, skýjað og dálitlar skúrir á sunnanverðu landinu, en bjart með köflum norðantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands.
Á sunnudag (sjómannadagurinn) og mánudag: Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og líkur á skúrum víða um land, einkum síðdegis. Hiti víða 10 til 15 stig yfir daginn.