Ísland tapaði 2-1 fyrir Mexíkó á laugardagskvöldið í Dallas en íslenska liðið mætir Færeyjum á föstudag.
Íslenska liðið er nú við æfingar á Laugardalsvelli áður en þeir halda til Færeyja.
A landslið karla er komið til landsins frá Bandaríkjunum, þar sem leikið var gegn Mexíkó í Dallas. 24 leikmenn eru í hópnum sem heldur til Færeyja í næsta leik. https://t.co/lv0y76zQ1J
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2021
Lokaleikurinn í þessum þríleik verður svo gegn Póllandi á útivelli þann 8. júní en Pólverjar undirbúa sig nú fyrir EM í sumar.
Nú er ljóst hvaða 24 leikmenn taka þátt í leiknum en markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson verða ekki með vegna meiðsla.
Hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan.
Markmenn
Elías Rafn Ólafsson - Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal
Ögmundur Kristinsson - Olympiacos
Varnarmenn
Alfons Sampsted - Bodö Glimt
Brynjar Ingi Bjarnason - KA
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC
Hjörtur Hermannsson - Bröndby IF
Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken
Miðjumenn
Andri Fannar Baldursson - Bologna
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi
Aron Elís Þrándarson - OB
Birkir Bjarnason - Brescia
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason - FH
Sóknarmenn
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar
Jón Daði Böðvarsson - Millwall
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg
Sveinn Aron Guðjohnsen - OB