Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 11:22 Frá bólusetningaraðstöðu í Laugardalshöll. Árgangar milli 1976 og 2005 verða boðaðir í bólusetningu af handahófi. Boðun eftir árgöngum verður kynjaskipt. Vísir/Vilhelm Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Nú er unnið að því að klára þá forgangshópa sem á eftir að bólusetja. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni, segir í samtali við fréttastofu að þegar þeirri vinnu ljúki verði hafist handa við handahófskenndar boðanir í bólusetningu. „Þá skiptum við upp öllum árgöngunum, þetta verða sirka 30 árgangar sem við verðum að vinna með, frá 1976 upp í 2005. Við skiptum þeim eftir kyni og vinnum svo handahófskennt niður þann lista,“ segir Ragnheiður. Næstum dregið úr hatti Því verði dregið úr alls 60 hópum, tveimur fyrir hvern árgang. Reynt verði að draga sem jafnast úr hópi karla og kvenna. Ekki verður stuðst við hugbúnað eða nokkurs konar tölvukerfi þegar bólusetningarröð árganganna verður ákvörðuð, heldur verða miðar dregnir úr hatti, eða því sem næst. „Við ákváðum að fara ekki hugbúnaðarleiðina, heldur bara vera gamaldags. Við erum bara með árgangana í sitthvoru boxinu, karlar og konur, og þá er reynt að draga jafn marga miða úr konum og körlum. Þannig að þetta er mjög gamaldags og einfalt kerfi hjá okkur.“ Ragnheiður segist vona að búið verði að bjóða öllum á bólusetningaraldri fyrsta skammt um mánaðamótin júní/júlí, þó ekki sé víst hvort búið verði að fullbólusetja öll við það tímamark. Hér að neðan má sjá tölfræði yfir bólusetningar hér á landi, af vef Almannavarna og Landlæknis.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Nöfn dregin úr potti þegar forgangshópar hafa verið bólusettir Um 13.300 manns verða bólusettir gegn Covid-19 í vikunni, með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Þá eru 20.000 skammtar af bóluefninu frá Pfizer á leið til landsins og von á álíka stórum sendingum allar vikur í júní. 31. maí 2021 06:43