Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 13:09 Vogafjós er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum til að heimsækja. Nú vantar þar tíu starfsmenn en ekkert gengur að ráða starfsfólk þannig að sumarið verði fullmannað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira