Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 13:09 Vogafjós er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum til að heimsækja. Nú vantar þar tíu starfsmenn en ekkert gengur að ráða starfsfólk þannig að sumarið verði fullmannað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira