„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, kennari og varaformaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira