Á vefsíðu Our World In Data kemur fram að 49,69% Íslendinga hafi fengið að minnsta kosti einn skammt en aðeins 49,55% Bandaríkjamanna er kominn svo langt.

Í þessum skilningi hafa Íslendingar þar með tekið fram úr Bandaríkjamönnum, en niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt að aðeins einn skammtur af bóluefninu veitir þegar verulega vörn.
Suðurkóresk rannsókn leiddi til dæmis í ljós að ein sprauta af Pfizer og AstraZeneca veitti um og yfir 86% vörn gegn kórónuveirunni hjá fólki 60 ára og eldra.
Um 171.000 þúsund Íslendingar hafa verið sprautaðir að minnsta kosti einu sinni, en fullorðnir Íslendingar eru um 300.000. Sem hlutfall af því eru hinir bólusettu því orðnir um 57%, þannig að ljóst er að enn vantar nokkra tugi þúsunda í hjarðónæmi. Auk þess er hjarðónæmið meira sannfærandi ef miðað er við hlutfall af heildarfjölda íbúa en ekki aðeins fullorðna.
Á eftir Ungverjalandi, sem notast hefur við bóluefni ósamþykkt af Lyfjastofnun Evrópu, eru Íslendingar fremstir Evrópuþjóða í hlutfalli fullbólusettra. Hér eru rúmlega 25% þjóðarinnar fullbólusett. Í Bandaríkjunum er sú tala hærri, 39,7%, og hæst er hún í Ísrael, rétt undir 60%.
Núna eru fleiri með fyrri bólusetningu á Íslandi en í Bandaríkjunum:https://t.co/ocP4blyMa4
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) May 28, 2021