Fótbolti

Pirlo rekinn frá Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andrea Pirlo entist aðeins eitt tímabil sem knattspyrnustjóri Juventus.
Andrea Pirlo entist aðeins eitt tímabil sem knattspyrnustjóri Juventus. getty/Daniele Badolato

Andrea Pirlo hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Juventus eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn. Búist er við því að Massimiliano Allegri taki aftur við Juventus.

Pirlo tók við Juventus af Maurizzo Sarri fyrir síðasta tímabil. Þetta var hans fyrsta starf í þjálfun. 

Undir stjórn Pirlos tókst Juventus ekki að verða ítalskur meistari tíunda árið í röð og var snemma úr leik í titilbaráttunni.

Juventus tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni og varð auk þess bikarmeistari eftir sigur á Atalanta, 2-1, í úrslitaleik.

Pirlo lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu.

Allegri stýrði Juventus á árunum 2014-19 og gerði liðið fimm sinnum að ítölskum meisturum, fjórum sinnum bikarmeisturum og kom því tvisvar sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar. Fastlega er búist við því að hann taki aftur við Juventus eftir tveggja ára hlé frá þjálfun.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×