The Wall Street Journal segir frá því að fimmtán ára samstarf Neymar og Nike hafi endað vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi.
Starfsmaður Nike sakaði Neymar um reyna að þvinga hana til að hafa munnmök við hann á hótelherbergi í New York City þegar þau voru bæði stödd á Nike viðburði árið 2016.
Breaking: Nike split with soccer star Neymar last year after the company began investigating an allegation by an employee that he had sexually assaulted her, people familiar with the matter say. He denies the allegation. https://t.co/SHqQNXOepR
— The Wall Street Journal (@WSJ) May 27, 2021
Starfsmaðurinn sendi inn kvörtun árið 2018 og Nike réð utanaðkomandi lögfræðifyrirtæki til að rannsaka málið árið 2019.
Nike tók jafnframt þá ákvörðun um að hætta að nota Neymar í auglýsingar og annað markaðsefni á meðan rannsókninni stóð.
Fimmtán ára samstarf Nike og Neymar endaði síðan árið 2020 og hann samdi í framhaldi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma. Fyrirtækið segist hafa hætt samstarfi við knattspyrnustjörnuna vegna þess að hann neitaði að taka þátt í rannsókn á ásökunum starfsmannsins sem forráðamönnum Nike þóttu trúverðugar.
Statement from Nike about cutting ties with soccer star Neymar: pic.twitter.com/xPoiAeR2Tp
— Reggie Wade (@ReggieWade) May 28, 2021
Í frétt Wall Street Journal kom fram að Neymar átti ennþá eftir níu ár af samningi sínum við Nike þegar honum var rift.
Þetta er ekki fyrsta svona mál tengt Neymar. Ung kona sakaði Neymar um nauðgun árið 2019 en hann neitaði alfarið sök í því máli málið var seinna látið niður falla.