Enginn smá innkaupalisti hjá Manchester United í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:01 Jadon Sancho varð bikarmeistari á mögulega sínu síðasta tímabili með Borussia Dortmund. Hér kyssir hann bikarinn. EPA-EFE/MARTIN ROSE Manchester United er sagt vera með fjóra leikmenn á óskalista sínum í sumar og það yrði heldur betur öflugt lið á Old Trafford næsta vetur takist félaginu að kaupa þá alla. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira