Enginn smá innkaupalisti hjá Manchester United í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:01 Jadon Sancho varð bikarmeistari á mögulega sínu síðasta tímabili með Borussia Dortmund. Hér kyssir hann bikarinn. EPA-EFE/MARTIN ROSE Manchester United er sagt vera með fjóra leikmenn á óskalista sínum í sumar og það yrði heldur betur öflugt lið á Old Trafford næsta vetur takist félaginu að kaupa þá alla. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira