Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 28-26 | Sigur heimamanna þýðir að liðin mætast að nýju í úrslitakeppninni Andri Már Eggertsson skrifar 27. maí 2021 21:30 Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði FH í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Mörkin komu á færibandi í upphafi leiks hjá báðum liðum. Liðin skiptust á að skora á báðum endum vallarins. Eftir tæplega korters leik voru FH ingar tveimur mörkum yfir 10-8. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að skora eftir fyrsta korterið á ákveðnum tímapunkti en skömmu síðar hrökk FH í gang og tóku þeir yfir leikinn alveg þar til fyrri hálfleik lauk. Varnarleikur FH var þar í einu og öllu. ÍBV réði ekkert við vörn sem refsaði þeim hinu megin á vellinum. ÍBV skoraði tvö mörk á tæplega 13 mínútum og var því staðan 17-12 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri endaði. FH hélt áfram að spila vel en í stöðunni 20-13 þá kveiknaði neisti í Eyjamönnum og þeir sýndu að þeir vita hreinlega ekki hvað það þýðir að gefast upp. Við tók áhlaup Eyjamanna sem endaði með að FH gerði 3 mörk á móti 13 frá ÍBV. Staðan var því jöfn á nýjan leik 23-23. ÍBV fór illa að ráði sínu undir restina. FH gerði þrjú mörk í röð og voru komnir í bílstjórasætið undir lok leiks og á endanum unnu tveggja marka sigur 28-26. Af hverju vann FH? Vörn FH var frábær í kvöld. ÍBV réðu illa við vel skipulagða vörn FH komst mest 19-12 yfir en það var vörnin sem lagði gruninn í þeim kafla og um tíma í fyrri hálfleik gerðu Eyjamenn aðeins 2 mörk á 13 mínútum. FH náði síðan aftur upp góðri vörn undir lok leiks sem varð til þess að þeir unnu leikinn þar sem ÍBV gerði 2 mörk á tæplega 8 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Jón Bjarni Ólafsson átti mjög góðan dag í FH búningnum. Hann fiskaði 3 víti, skilaði 3 mörkum ásamt því að standa vörnina vel. Birkir Fannar Bragason stóð vaktina í marki FH þar sem Phil Döhler var meiddur. Birkir varði frábærlega sérstaklega í fyrri hálfleik en í heildina varði hann 16 bolta. Einar Rafn Eiðsson sem fyrr var markahæstur í liði FH og gerði hann 7 mörk í kvöld. Hvað gekk illa? Eyjamenn voru í vandræðum með að skora um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu 2 mörk á tæplega 13 mínútum sem varð til þess að þeir voru 5 mörkum undir í hálfleik og fór ansi mikil orka í að vinna upp það forskot. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum. Fyrsti leikurinn er á mánudaginn sem fram fer í Vestmannaeyjum klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Við eigum góðan möguleika á móti FH í úrslitakeppninni Kristinn var svekktur með tapið í kvöldVísir/Bára „Við spiluðum ekki nægilega vel til að eiga sigurinn skilið, við settum allt of mikið púður í að einbeita okkur af hlutum sem við höfum ekki stjórn á. Ásamt því vorum við lengi að laga það sem við vorum að gera illa," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV. ÍBV voru virkilega ósáttir með dómara leiksins, bæði leikmenn og þjálfarar sem Kristinn talaði um að hafði áhrif á liðið. „Við fórum að hvæsa á dómarana í staðinn fyrir að einbeita okkur af leiknum sem er alltaf erfitt. Við vorum bara vanstilltir að mörgu leyti." Kristinn var afar ósáttur með sóknina sína um miðjan fyrri hálfleik, þar sem lítið gekk upp og FH gengu á lagið. Það var allt annað að sjá til ÍBV í seinni hálfleik. Þar tók við 13-3 sveifla sem endaði með að leikurinn var jafn á ný 23-23. „Í hálfleik fengum við tíma til að laga hlutina, menn ræddu það fyrir hvað þeir vilja standa sem lið og voru menn ákveðnir í að kvitta fyrir lélegan fyrri hálfleik." Kristinn viðurkenndi það að undir lok leiks voru menn með hugan við úrslitakeppnina og vill enginn meiðast i seinasta leik fyrir þá keppni. ÍBV og FH mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á mánudaginn kemur og er beðið með eftirvæntingu eftir þeim leik. „Þessi viðureign verður stál í stál við eigum alveg jafn mikinn möguleika og þeir í þessu einvígi. Gengum tíðna hafa leikir milli þessara liða verið jafnir og spennandi svo okkur hlakkar til að mæta þeim." Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla FH ÍBV
Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Mörkin komu á færibandi í upphafi leiks hjá báðum liðum. Liðin skiptust á að skora á báðum endum vallarins. Eftir tæplega korters leik voru FH ingar tveimur mörkum yfir 10-8. Bæði lið áttu í erfiðleikum með að skora eftir fyrsta korterið á ákveðnum tímapunkti en skömmu síðar hrökk FH í gang og tóku þeir yfir leikinn alveg þar til fyrri hálfleik lauk. Varnarleikur FH var þar í einu og öllu. ÍBV réði ekkert við vörn sem refsaði þeim hinu megin á vellinum. ÍBV skoraði tvö mörk á tæplega 13 mínútum og var því staðan 17-12 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri endaði. FH hélt áfram að spila vel en í stöðunni 20-13 þá kveiknaði neisti í Eyjamönnum og þeir sýndu að þeir vita hreinlega ekki hvað það þýðir að gefast upp. Við tók áhlaup Eyjamanna sem endaði með að FH gerði 3 mörk á móti 13 frá ÍBV. Staðan var því jöfn á nýjan leik 23-23. ÍBV fór illa að ráði sínu undir restina. FH gerði þrjú mörk í röð og voru komnir í bílstjórasætið undir lok leiks og á endanum unnu tveggja marka sigur 28-26. Af hverju vann FH? Vörn FH var frábær í kvöld. ÍBV réðu illa við vel skipulagða vörn FH komst mest 19-12 yfir en það var vörnin sem lagði gruninn í þeim kafla og um tíma í fyrri hálfleik gerðu Eyjamenn aðeins 2 mörk á 13 mínútum. FH náði síðan aftur upp góðri vörn undir lok leiks sem varð til þess að þeir unnu leikinn þar sem ÍBV gerði 2 mörk á tæplega 8 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Jón Bjarni Ólafsson átti mjög góðan dag í FH búningnum. Hann fiskaði 3 víti, skilaði 3 mörkum ásamt því að standa vörnina vel. Birkir Fannar Bragason stóð vaktina í marki FH þar sem Phil Döhler var meiddur. Birkir varði frábærlega sérstaklega í fyrri hálfleik en í heildina varði hann 16 bolta. Einar Rafn Eiðsson sem fyrr var markahæstur í liði FH og gerði hann 7 mörk í kvöld. Hvað gekk illa? Eyjamenn voru í vandræðum með að skora um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu 2 mörk á tæplega 13 mínútum sem varð til þess að þeir voru 5 mörkum undir í hálfleik og fór ansi mikil orka í að vinna upp það forskot. Hvað gerist næst? Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum. Fyrsti leikurinn er á mánudaginn sem fram fer í Vestmannaeyjum klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Við eigum góðan möguleika á móti FH í úrslitakeppninni Kristinn var svekktur með tapið í kvöldVísir/Bára „Við spiluðum ekki nægilega vel til að eiga sigurinn skilið, við settum allt of mikið púður í að einbeita okkur af hlutum sem við höfum ekki stjórn á. Ásamt því vorum við lengi að laga það sem við vorum að gera illa," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari ÍBV. ÍBV voru virkilega ósáttir með dómara leiksins, bæði leikmenn og þjálfarar sem Kristinn talaði um að hafði áhrif á liðið. „Við fórum að hvæsa á dómarana í staðinn fyrir að einbeita okkur af leiknum sem er alltaf erfitt. Við vorum bara vanstilltir að mörgu leyti." Kristinn var afar ósáttur með sóknina sína um miðjan fyrri hálfleik, þar sem lítið gekk upp og FH gengu á lagið. Það var allt annað að sjá til ÍBV í seinni hálfleik. Þar tók við 13-3 sveifla sem endaði með að leikurinn var jafn á ný 23-23. „Í hálfleik fengum við tíma til að laga hlutina, menn ræddu það fyrir hvað þeir vilja standa sem lið og voru menn ákveðnir í að kvitta fyrir lélegan fyrri hálfleik." Kristinn viðurkenndi það að undir lok leiks voru menn með hugan við úrslitakeppnina og vill enginn meiðast i seinasta leik fyrir þá keppni. ÍBV og FH mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á mánudaginn kemur og er beðið með eftirvæntingu eftir þeim leik. „Þessi viðureign verður stál í stál við eigum alveg jafn mikinn möguleika og þeir í þessu einvígi. Gengum tíðna hafa leikir milli þessara liða verið jafnir og spennandi svo okkur hlakkar til að mæta þeim."
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti