Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:26 Embætti landlæknis styður bann við spilakössum samkvæmt umsögn þeirra við frumvarp um bann við spilakössum. vísir/VIlhelm Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans. Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans.
Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira