Börn í Búrkína Fasó fá reiðhjól frá Barnaheillum Heimsljós 27. maí 2021 14:05 Barnaheill – Save the Children Gámur af hjólum var sendur til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann. Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Börn og uppeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent
Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann. Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Börn og uppeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent