Kallaði fram kjánahroll og minningar um gerviíþrótt í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 11:31 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sést hér lenda á veggnum í Grindavík. S2 Sport Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik. „Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
„Órúlegir hlutir gerast í körfubolta en ég hef aldrei séð þetta hérna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds þegar hann kynnti inn myndband með Grindvíkingnum Björgvin Hafþóri Ríkharðssyni. Björgvin lenti út í vegg eftir samskipti sín við Ægi Þór Steinarsson í fjórða leik Grindavíkur og Stjörnunnar í einvígi liðanna í átta liða úrslitunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Björgvin kastaði sér á vegginn til að reyna að fiska eitthvað á Ægi. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi voru mjög hneykslaðir á Grindvíkingnum. S2 Sport „Ég veit ekki hvað drengurinn er að hugsa. Ég fékk svo ofsalegan kjánahroll í gær,“ sagði Kristinn Friðriksson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann togar vissulega aðeins í hann,“ skaut Kjartan Atli inn í. Það er satt en skýrir ekki af hverju Björgvin skellur í veggnum. „Ég hef oft séð svona en ekki í körfubolta samt. Það er til íþrótt í Bandaríkjunum sem heitir Wrestling sem fullt af fólki heldur að sé í alvöru en menn eru bara að kasta sér í hringnum. Svo fara þeir upp í kaðlana og hoppa á hvorn annan. Þetta minnti mig svolítið á það,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino's Körfuboltakvöldi. „Hann þarf að fara í leikslistaskólann ef hann ætlar að vera betri í þessu. Þetta leit ekki vel út,“ sagði Kristinn kaldhæðinn. „Ég lék í Vodafone-auglýsingu í þessum sal fyrir tveimur til þremur árum. Ég er hugsanlega lélegasti leikari sem einhver leikstjóri hefur fengið í hendurnar. Þetta var lélegra en það,“ sagði Benedikt. Það má sjá leikaraskapinn og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Björgvin og veggurinn
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Stjarnan Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira