Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2021 22:57 Ágústa Ágústsdóttir. aðsend Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Í tilkynningu frá Ágústu kemur fram að hún hafi tekið ákvörðun um að gefa kost á sér vegna fjölda áskorana. „Sem fæddur Reykvíkingur, stoltur Vestur-Skaftfellingur og Austfirðingur sem festi rætur sínar við hinn fallega Öxarfjörð 2003 er ég auðmjúk og mikið þakklát fyrir allar þær kveðjur, hvatningu og stuðning sem ég hef ég fengið og mun sannarlega taka það með mér inn í komandi og skemmtilega tíma framundan,“ segir Ágústa í tilkynningu til fjölmiðla. „Ég er sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi með brennandi áhuga á landsbyggðarmálum, náttúru, lýðræði og mannlegri reisn. Ég er menntaður jógakennari og stunda nám á heilsunuddbraut í fjarnámi. Ég er menntaður meirarprófsbílstjóri og hef unnið fjölbreytta vinnu því tengdu um ævina. Síðastliðin fjögur ár hef ég einnig unnið sem sjálfstæður verktaki við skólaakstur. Ég trúi því að styrkur okkar felist í smæðinni og að aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að berjast gegn sístækkandi ríkisbákninu og stofnanavæðingu landsins. Styrkja þarf einstaklinga og minni fyrirtæki svo þau geti með einfaldari hætti haslað sér völl og styrkt samfélögin sín með störfum, aukinni flóru og tryggari búsetuskilyrðum. Bregðast þarf við með alvöru hvötum í stað þeirrar íþyngjandi „grænu“ skattastefnu sem ríkt hefur um allt of langt skeið. Við búum öll á sömu eyjunni og því er jöfnun viðskipta- og búsetuskilyrða algjört lykilatriði. Ég trúi á mannlega reisn og mikilvægi þess að fá að ákveða sjálf hvort og þá hvenær ég yfirgef vinnuvettvang minn eftir ævilanga þjónustu. Aðskilnaðarstefnu síðustu áratuga gagnvart eldri borgurum þarf að ljúka. Kjör þeirra þarf að leiðrétta eftir áralöng svikin loforð. Ég trúi því að andlegur styrkur barna okkar sé lykilatriði þess að út í lífið gangi einstaklingar mótaðir af eigin hugsjónum, sjálfstæði og þori óháð bakgrunni eða aðstæðum. Inn í skólakerfið allt þarf að innleiða núvitundar- og hugleiðslutækni sem eðlilegan og fastan grunn á menntunarvegi kynslóða sem þurfa í sívaxandi mæli að takast á við óeðlilegan hraða og blekkjandi flæði nútímans, í samfélagi lituðu af stressi, álagi og óraunhæfum kröfum. Góð andleg heilsa og verkfæri til að takast á við vandamálin í núinu er brýnasta nauðsyn barna okkar. Ég vil beita mér fyrir breytingum á lögum um húsnæðisbætur þannig að m.a. námsmenn í löglegum íbúðarhúsnæðum eigi kost á að nýta sér húsnæðisbætur. Í dag eru lögleg íbúðarhús sett undir sama hatt og ólögleg atvinnuhúsnæði. Þessu þarf að breyta. Ég vil vernda náttúru og hálendi Íslands. Þess vegna leggst ég gegn Miðhálendisþjóðgarði og þeim öflum sem vilja stofnanavæða frelsið sem þar býr. Engin ógalin þjóð myndi að mínu mati gefa um 50% af heildarflatarmáli lands síns til ríkisstofnunar og eyða með því stórum hluta lýðræðisrekins lands. Það er sannarleg landeyðing að mínu mati svo ekki sé talað um það vantraust sem komandi kynslóðum er sýnd með slíkum gjörningi,“ segir í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent