Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-19 | Valur komnar í úrslit eftir að hafa sópað Fram í sumarfrí Andri Már Eggertsson skrifar 26. maí 2021 22:11 Varnarleikur Vals var frábær í kvöld Vísir/Hulda Varnarleikur var aðaleinkenni fyrri hálfleiks. Bæði lið spiluðu mjög þéttan og sterkan varnarleik sem varð til þess að bæði lið þurftu að hafa ansi mikið fyrir hverju einasta marki í leiknum. Fram byrjaði leikinn á því að vera í vandræðum með að brjóta ísinn og gera fyrsta markið sitt. Það var Ragnheiður Júlíusdóttir sem gerði fyrsta mark Fram eftir tæplega 6:30 mínútu. Á þessum kafla átti Valur einnig í vandræðum með að skora og gerðu Fram þrjú mörk í röð loks þegar þær brutu ísinn og komust yfir í leiknum. Ágúst Þór Jóhansson tók leikhlé í stöðunni 4-7 gestunum í vil. Það leikhlé margborgaði sig þar sem Valur gerði næstu 5 mörk leiksins og harð læstu vörninni sinni þar sem Fram sá varla markið og því staðan 9-7 þegar haldið var til hálfleiks. Valur byrjaði seinni hálfleikinn talsvert betur en Fram sem gerði það verkum að þær komust fljótlega 5 mörkum yfir sem fékk Stefán Arnarson til að taka leikhlé í stöðunni 13-8. Varnarleikur Vals hélt áfram að vera þeirra aðalsmerki sem setti Fram undir mikla pressu og þurfti Stefán að taka annað leikhlé með tíu mínútna milli bili þar sem Valur var 16-10 yfir. Fram sýndi smá orku undir lok leiks þar sem þær spiluðu talsvert betur sóknarlega og virtust eiga auðveldara með að spila pressu minni þar sem það var nokkurn vegin klárt að Valur myndi fara með sigur í leiknum. Valur kláraði svo leikinn með sannfærandi 5 marka sigri 24-19 og eru komnar í úrslitin þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða KA/Þór. Af hverju vann Valur? Valur spilaði nánast fullkominn varnarleik út allan leikinn. Að halda Fram í 10 mörkum á fyrstu 45 mínútum leiksins er stórkostlegt og merki um hversu góður varnarleikur Vals var í leiknum. Valur gerði vel í að refsa með hraðahlaupum ásamt því að skora í tómt markið þegar Fram spilaði með aukamann í sókn. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti góðan leik á báðum endum vallarins. Hún gerði 5 mörk í leiknum ásamt því að ná 12 löglegum stöðvunum. Lovísa Thompson var einnig allt í öllu í liði Vals á báðum endum vallarins. Hún gerði 8 mörk í leiknum ásamt því að vera með 10 löglegar stöðvanir. Saga Sif Gísladóttir átti skínandi leik í marki Vals. Hún varði 15 bolta í leiknum og endaði með 45% markvörslu. Hvað gekk illa? Fram réði ekkert við varnarleik Vals. Það komu tveir stórir kaflar sem þeim tókst einfaldlega ekki að skora. Fyrst í upphafi leiks þegar það tók þær 6:30 mínútu að skora sitt fyrsta mark. Næsti kafli var þegar liðið komst 7-4 yfir þegar tæplega 19 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Áttunda mark Fram kom síðan 11 mínútum seinna þegar síðari hálfleikur var farinn af stað. Hvað gerist næst? Valur er komið áfram í úrslitareinvígið þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða KA/Þór. Hef spilað sömu vörn í 4 ár en breytti í þessu einvígi Ágúst var léttur í leiks lokVísir/Hulda „Ég er sáttur í kvöld. Þetta var frábært einvígi, mér fannst við vera með yfirhöndina í báðum leikjunum, við gerðum vel í að ná forystuni fyrir hlé og fannst mér liðið spila mjög vel í kvöld," sagði Ágúst þjálfari Vals. Varnarleikur Vals var fullkominn að öllu leyti. Þær héldu Fram í 10 mörkum á 45 mínútum. „Ég er búinn að þjálfa Val í 4 ár og spilað 6-0 vörn allan þann tíma nema í þessu einvígi. Við náðum að stoppa Karen Knútsdóttur sem er frábær leikmaður og drápum flæðið í þeirra leik sem varð til þess að við unnum þetta einvígi." Ágúst tók leikhlé þegar Fram var komið þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik sem breytti leik Vals til hins betra. „Við róuðum okkur niður, við vorum að gera tæknifeila sem Fram refsaði okkur fyrir. Við fórum að skjóta betur á markið sem skilaði mörkum og hlupum til baka. Hægt og rólega náðum við góðum tökum á leiknum og kláruðum þetta." Ágúst var hæstángæður með seinni hálfleik liðisns og hvernig hans stúlkur kláruðu leikinn fagmanlega 24-19. Ágúst var léttur í leiks lok og hafði engann óska mótherja í huga heldur tekur fagnandi því liði sem hefur betur í oddaleik KA/Þór. Olís-deild kvenna Valur Fram
Varnarleikur var aðaleinkenni fyrri hálfleiks. Bæði lið spiluðu mjög þéttan og sterkan varnarleik sem varð til þess að bæði lið þurftu að hafa ansi mikið fyrir hverju einasta marki í leiknum. Fram byrjaði leikinn á því að vera í vandræðum með að brjóta ísinn og gera fyrsta markið sitt. Það var Ragnheiður Júlíusdóttir sem gerði fyrsta mark Fram eftir tæplega 6:30 mínútu. Á þessum kafla átti Valur einnig í vandræðum með að skora og gerðu Fram þrjú mörk í röð loks þegar þær brutu ísinn og komust yfir í leiknum. Ágúst Þór Jóhansson tók leikhlé í stöðunni 4-7 gestunum í vil. Það leikhlé margborgaði sig þar sem Valur gerði næstu 5 mörk leiksins og harð læstu vörninni sinni þar sem Fram sá varla markið og því staðan 9-7 þegar haldið var til hálfleiks. Valur byrjaði seinni hálfleikinn talsvert betur en Fram sem gerði það verkum að þær komust fljótlega 5 mörkum yfir sem fékk Stefán Arnarson til að taka leikhlé í stöðunni 13-8. Varnarleikur Vals hélt áfram að vera þeirra aðalsmerki sem setti Fram undir mikla pressu og þurfti Stefán að taka annað leikhlé með tíu mínútna milli bili þar sem Valur var 16-10 yfir. Fram sýndi smá orku undir lok leiks þar sem þær spiluðu talsvert betur sóknarlega og virtust eiga auðveldara með að spila pressu minni þar sem það var nokkurn vegin klárt að Valur myndi fara með sigur í leiknum. Valur kláraði svo leikinn með sannfærandi 5 marka sigri 24-19 og eru komnar í úrslitin þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða KA/Þór. Af hverju vann Valur? Valur spilaði nánast fullkominn varnarleik út allan leikinn. Að halda Fram í 10 mörkum á fyrstu 45 mínútum leiksins er stórkostlegt og merki um hversu góður varnarleikur Vals var í leiknum. Valur gerði vel í að refsa með hraðahlaupum ásamt því að skora í tómt markið þegar Fram spilaði með aukamann í sókn. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti góðan leik á báðum endum vallarins. Hún gerði 5 mörk í leiknum ásamt því að ná 12 löglegum stöðvunum. Lovísa Thompson var einnig allt í öllu í liði Vals á báðum endum vallarins. Hún gerði 8 mörk í leiknum ásamt því að vera með 10 löglegar stöðvanir. Saga Sif Gísladóttir átti skínandi leik í marki Vals. Hún varði 15 bolta í leiknum og endaði með 45% markvörslu. Hvað gekk illa? Fram réði ekkert við varnarleik Vals. Það komu tveir stórir kaflar sem þeim tókst einfaldlega ekki að skora. Fyrst í upphafi leiks þegar það tók þær 6:30 mínútu að skora sitt fyrsta mark. Næsti kafli var þegar liðið komst 7-4 yfir þegar tæplega 19 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Áttunda mark Fram kom síðan 11 mínútum seinna þegar síðari hálfleikur var farinn af stað. Hvað gerist næst? Valur er komið áfram í úrslitareinvígið þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða KA/Þór. Hef spilað sömu vörn í 4 ár en breytti í þessu einvígi Ágúst var léttur í leiks lokVísir/Hulda „Ég er sáttur í kvöld. Þetta var frábært einvígi, mér fannst við vera með yfirhöndina í báðum leikjunum, við gerðum vel í að ná forystuni fyrir hlé og fannst mér liðið spila mjög vel í kvöld," sagði Ágúst þjálfari Vals. Varnarleikur Vals var fullkominn að öllu leyti. Þær héldu Fram í 10 mörkum á 45 mínútum. „Ég er búinn að þjálfa Val í 4 ár og spilað 6-0 vörn allan þann tíma nema í þessu einvígi. Við náðum að stoppa Karen Knútsdóttur sem er frábær leikmaður og drápum flæðið í þeirra leik sem varð til þess að við unnum þetta einvígi." Ágúst tók leikhlé þegar Fram var komið þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik sem breytti leik Vals til hins betra. „Við róuðum okkur niður, við vorum að gera tæknifeila sem Fram refsaði okkur fyrir. Við fórum að skjóta betur á markið sem skilaði mörkum og hlupum til baka. Hægt og rólega náðum við góðum tökum á leiknum og kláruðum þetta." Ágúst var hæstángæður með seinni hálfleik liðisns og hvernig hans stúlkur kláruðu leikinn fagmanlega 24-19. Ágúst var léttur í leiks lok og hafði engann óska mótherja í huga heldur tekur fagnandi því liði sem hefur betur í oddaleik KA/Þór.