Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:15 Meirihluti fjárlaganefndar segir aðkallandi að taka á rekstrarvanda hjúkrunarheimila og að stíga þurfi skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli. Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli.
Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira