Fjölmiðlafrumvarpið áfangasigur: Vill RÚV af auglýsingamarkaði en jafnframt bæta tækjutapið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2021 10:48 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Ég tel að það þurfi að ganga lengra. Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að samkeppniseftirlitið sé heilbrigt. Ég myndi vilja að RÚV væri ekki á auglýsingamarkaði en það hefur ekki náðst sátt um það hvernig við förum í þær breytingar.“ Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira