Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 20:28 Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira