Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 20:28 Kosið verður til Alþingis 25. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Fylgi Miðflokksins, sem hefur verið á niðurleið, hækkar aftur á móti úr 5,3 prósentum í 6,8 prósent. Sósíalistar bæta einnig við sig og fara úr 4,1 prósenti í 5,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist þá 14,4 prósent, samanborið við 15,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum tíunda úr prósentustigi og mælist með 11,2 prósent fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast með ríflega tólf prósenta fylgi, Píratar með tæp ellefu prósent og Flokkur fólksins með fimm prósent, líkt og í síðustu könnun. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar myndrænt. Þrír stólpar fyrir hvern flokk. Sá til vinstri táknar fylgi í síðustu kosningum, sá í miðjunni fylgi samkvæmt könnun í síðasta mánuði og sá til hægri fylgið samkvæmt nýjustu könnun.Stöð 2 Tæpur helmingur ánægður með ríkisstjórnina Tæpur helmingur svarenda, eða 47,7 prósent, kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Minnihluti kveðst óánægður, eða 22,6 prósent. Þá sögðust 29,7 prósent svarenda í meðallagi ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Rúmlega helmingur svarenda, 50,1 prósent, kvaðst í meðallagi ánægður með störf stjórnarandstöðunnar á þingi. Þá segjast 15,3 prósent ánægð með störf hennar en 34,6 prósent óánægð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, hóp fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Á netinu. Þátttakendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar. Sú fyrri fór fram dagana 26. apríl til 5. maí 2021 og sú síðari 10. til 19. maí. Svarendur voru 1.715 talsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira