Donnarumma líklega á förum þar sem Milan hefur sótt markvörð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 19:16 Donnarumma, með fyrirliðabandið, í leik gegn Manchester United fyrr á árinu. Nú virðist sem hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur samið við franska markvörðinn Mike Maignan. Þykir það benda til þess að Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörður Ítalíu, sé á förum frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira