Atburðarásinni í Rauðagerðismálinu lýst í ákæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 07:22 Morðið virðist hafa verið vel skipulagt. Vísir/Vilhelm Morðið á Armando Beqirai var skipulagt og fylgst var með ferðum hans kvöldið sem hann var myrtur, ef marka má ákæru héraðssaksóknara í Rauðagerðismálinu svokallaða. Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira