„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 13:10 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heimir og Sigurður hafa safnað áheitum fyrir félagið með ferð sinni á Everest. Samsett Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig. „Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til. Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til.
Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07