Stærsti hlutinn fer til fólks sem er að fá seinni skammtinn en um tvö þúsund foreldrar langveikra barna munu einnig fá skammt.
Á fimmtudag verða 3.000 skammtar gefnir af AstraZeneca og en þá fá að stærstum hluta heilbrigðisstarfsmenn sem mæta í endurbólusetningu.
Næsta vika verður svo stærri þegar kemur að bólusetningum en þá er von á mun fleiri skömmtum frá Pfizer og Moderna. Búast má við að hátt í þrjátíu þúsund manns verði bólusett í þeirri viku.