Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 09:43 Dómararnir þrír voru ekki sammála um niðurstöðu málsins og skilaði einn þeirra inn sératkvæði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira