Seyðisfjarðarvöllur fær sömu örlög og Highbury og Upton Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:01 Gömli Arsenal leikmennirnir Jeremie Aliadiere, Robert Pires, Nigel Winterburn, Ray Parlour og David Seaman sjást hér saman á miðju gamla vallarins á Highbury þar sem er nú bara húsgarður fyrir byggingarnar sem risu í stað þessa heimsfræga vallar. Getty/Arsenal FC Seyðfirðingar kveðja fótboltavöllinn sinn á laugardaginn þegar lokaleikurinn á Seyðisfjarðarvelli fer fram. Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag. Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag.
Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira