Liverpool liðið nær öruggt með að vinna „titil“ á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 09:30 Mohamed Salah heldur fram sakleysi sínu við Martin Atkinson dómara en Liverpool menn eru þeir prúðustu í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Shaun Botterill Liverpool þarf einn sigur í viðbót til að tryggja sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð en aðeins mikil spjaldafyllerí í lokaleiknum kemur í veg fyrir að liðið vinni einn „titil“. Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met. Enski boltinn Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Liverpool er sautján stigum á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester City og var aldrei með í meistarabaráttunni eftir áramót. 30 ára bið eftir titlinum endaði með yfirburðasigri í fyrra en mikil meiðsli varnarmanna og erfiðleikar að skora mörk á móti liðunum í neðri hlutanum hafa gert margan Liverpool manninn gráhærðan á leiktíðinni. Eftir að hafa unnið Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020 þá lítur út fyrir að þetta verður titlalaust tímabil en það verður kannski ekki alveg titlalaust á Anfield í ár. Þessi titilvörn hefur vissulega reynt að menn á Anfield en leikmenn liðsins virðast þó hafa haldið sér á mottunni þrátt fyrir mótlætið. Top four and a trophy - never doubt Klopp! https://t.co/6VOznyFme2— SPORTbible (@sportbible) May 21, 2021 Liverpool liðinu hefur tekist að grafa sig upp úr holunni og þökk sé fjórum sigurleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni er það svo gott sem í höndum liðsins sjálfs að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Liverpool er kannski ekki besta liðið lengur þegar kemur að stigasöfnun en liðið er samt nær öruggt með titil á þessu tímabili. Það er titilinn fyrir að vera prúðasta liðið í deildinni. Liverpool hefur aðeins fengið 38 gul spjöld á tímabilinu og enginn leikmaður liðsins hefur fengið rautt spjald. Þeir eru þar af leiðandi með yfirburðarforystu á listanum yfir prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Aðeins mikið spjaldafyllerí í lokaleiknum á móti Crystal Palace á Anfield getur klúðrað þeim titli en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley koma næst með níu fleiri gul spjöld en Liverpool menn. Burnley hefur ekki fengið rautt spjald og aðeins Leicester City er í þeim flokki með þeim og Liverpool. Landi lærisveinar Jürgen Klopp þessum titli þá verður það fimmta árið í röð sem þeir gera það undir hans stjórn. Liverpool hefur alls átta sinnum áður verið prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar sem er met.
Enski boltinn Mest lesið Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira