Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 09:06 Undir álitið skrifar Alma Möller landlæknir. Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti landslæknisembættisins á því hvort Landspítali gæti uppfyllt gæðaviðmið vegna greiningu sýna í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameinum, að áeggjan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt álitinu er það eindregin niðurstaða landlæknis að Landspítalinn geti vel sinnt svokölluðum HPV-veirugreiningum, enda sé uppfylli rannsóknarstofan skilyrði ISO15189 staðalsins og hafi hlotið faggildingu frá SWEDAC. Í greinargerð sinni um rannsóknirnar hafi Landspítalinn skýrt frá því hvernig gæðaeftirliti sé sinnt og það sé fullnægjandi að mati landlæknisembættisins. Þá hafi deildin áður sinnt HPV greiningum. Ættu að geta uppfyllt kröfur um fjölda sýna Landlæknir bendir á í þessu sambandi að heilsugæslan hafi haldið því fram að mikilvægt væri að HPV-greiningarnar og frumurannsóknir færu fram á sömu rannsóknarstofu. Landlæknir segir hins vegar að ekki ætti að útiloka þann mögulega að framkvæmda HPV-greiningarnar hérlendis en frumurannsóknir erlendis og bendir á að þar sem um 85 prósent sýna séu HPV-neikvæð á hverjum tíma þyrfti aðeins að greina 15 prósent erlendis. Þannig væri hægt að greina meirihluta sýna hér heima. Umsögn embættisins um frumurannsóknirnar snýr að stórum hluta að fjölda sýna en Kristján Oddsson, sem fer fyrir skimunarmálum hjá heilsugæslunni, hefur ítrekað bent á að frumurannsóknum muni fara fækkandi samhliða bólusetningum gegn HPV. Því sé hæpið að rannsóknarstofa hérlendis uppfyllti viðmið um þann fjölda sýna sem hver rannsóknarstofa og hver frumuskoðari skoðar á ári. Í áliti sínu ítrekar landlæknir að embættið hafi ákveðið að hér skuli fylgja dönskum leiðbeiningum en þar er mælt með að hver deild rannsaki minnst 25.000 sýni á ári. Hins vegar sé tekið fram að að það skorti gagnreynda þekkingu varðandi þessa kröfu. Í evrópskum og norskum leiðbeiningum sé talað um 15.000 sýni á ári per rannsóknarstofu og 3.000 sýni per frumuskoðara. Þá sé ekki talað um heildarfjölda per stofu í sænskum leiðbeiningum en 2.000 sýni per frumuskoðara. Hérlendis er gert ráð fyrir að samfara því að HPV-greining verði fyrsta rannsókn, fækki frumusýnum úr 27.000 í 7.000. Landspítali hyggst hins vegar hafa tvo starfsmenn í fullu starfi við að skoða sýnin og ættu þeir því að ná að uppfylla fyrrnefndar kröfur. Verða að tryggja gæði „Embætti landlæknis vekur athygli á að starfsemi sem byggir á svo fáum einstaklingum er viðkvæm og almennt er talið að nýliðun frumuskoðara verði erfiðari eftir því sem þörf fyrir þessa aðferð fer minnkandi,“ segir í álitinu. Þá segir að verði ákveðið að fela Landspítalanum verkefnið verði að tryggja færni fagfólks með öllum tiltækum ráðum og gera kröfu um að frumuskoðarar standist ákveðin próf. Um innra eftirlit segir að áður en Landspítalinn tæki að sér verkefnið þyrfti að liggja fyrir nánari útlistun á því hvernig þjálfun starfsfólks yrði sinnt og hvernig samstarf við erlenda rannsóknarstofu yrði útfært en henni yrði falið að endurmeta 3-4 prósent sýna til að tryggja gæði. Í niðurstöðum álitsins segir að ekki sé hægt að fullyrða fyrirfram hvort Landspítali muni uppfylla gæðaviðmið er varðar frumugreiningarnar en það ætti að vera hægt að tryggja gæði þeirra með vönduðu skipulagi. Forsendur þess séu að gætt verði að kröfu um lágmarksfjölda sýna per frumuskoðara, að gætt verði að ítrustu þjálfun og símenntun fagfólks, að vandað innra eftirlit verði viðhaft og að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig brugðist verði við ef innri gæðaviðmið eru ekki uppfyllt. Til þess þyrfti Landspítali að semja við erlenda rannsóknarstofu, sem yrði bakhjarl fyrir starfsemina. Tengd skjöl Svar_við_erindi_vardandi_greiningar_á_synum_vegna_skimunar_á_leghalskrabbameiniPDF623KBSækja skjal Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23 „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti landslæknisembættisins á því hvort Landspítali gæti uppfyllt gæðaviðmið vegna greiningu sýna í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameinum, að áeggjan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt álitinu er það eindregin niðurstaða landlæknis að Landspítalinn geti vel sinnt svokölluðum HPV-veirugreiningum, enda sé uppfylli rannsóknarstofan skilyrði ISO15189 staðalsins og hafi hlotið faggildingu frá SWEDAC. Í greinargerð sinni um rannsóknirnar hafi Landspítalinn skýrt frá því hvernig gæðaeftirliti sé sinnt og það sé fullnægjandi að mati landlæknisembættisins. Þá hafi deildin áður sinnt HPV greiningum. Ættu að geta uppfyllt kröfur um fjölda sýna Landlæknir bendir á í þessu sambandi að heilsugæslan hafi haldið því fram að mikilvægt væri að HPV-greiningarnar og frumurannsóknir færu fram á sömu rannsóknarstofu. Landlæknir segir hins vegar að ekki ætti að útiloka þann mögulega að framkvæmda HPV-greiningarnar hérlendis en frumurannsóknir erlendis og bendir á að þar sem um 85 prósent sýna séu HPV-neikvæð á hverjum tíma þyrfti aðeins að greina 15 prósent erlendis. Þannig væri hægt að greina meirihluta sýna hér heima. Umsögn embættisins um frumurannsóknirnar snýr að stórum hluta að fjölda sýna en Kristján Oddsson, sem fer fyrir skimunarmálum hjá heilsugæslunni, hefur ítrekað bent á að frumurannsóknum muni fara fækkandi samhliða bólusetningum gegn HPV. Því sé hæpið að rannsóknarstofa hérlendis uppfyllti viðmið um þann fjölda sýna sem hver rannsóknarstofa og hver frumuskoðari skoðar á ári. Í áliti sínu ítrekar landlæknir að embættið hafi ákveðið að hér skuli fylgja dönskum leiðbeiningum en þar er mælt með að hver deild rannsaki minnst 25.000 sýni á ári. Hins vegar sé tekið fram að að það skorti gagnreynda þekkingu varðandi þessa kröfu. Í evrópskum og norskum leiðbeiningum sé talað um 15.000 sýni á ári per rannsóknarstofu og 3.000 sýni per frumuskoðara. Þá sé ekki talað um heildarfjölda per stofu í sænskum leiðbeiningum en 2.000 sýni per frumuskoðara. Hérlendis er gert ráð fyrir að samfara því að HPV-greining verði fyrsta rannsókn, fækki frumusýnum úr 27.000 í 7.000. Landspítali hyggst hins vegar hafa tvo starfsmenn í fullu starfi við að skoða sýnin og ættu þeir því að ná að uppfylla fyrrnefndar kröfur. Verða að tryggja gæði „Embætti landlæknis vekur athygli á að starfsemi sem byggir á svo fáum einstaklingum er viðkvæm og almennt er talið að nýliðun frumuskoðara verði erfiðari eftir því sem þörf fyrir þessa aðferð fer minnkandi,“ segir í álitinu. Þá segir að verði ákveðið að fela Landspítalanum verkefnið verði að tryggja færni fagfólks með öllum tiltækum ráðum og gera kröfu um að frumuskoðarar standist ákveðin próf. Um innra eftirlit segir að áður en Landspítalinn tæki að sér verkefnið þyrfti að liggja fyrir nánari útlistun á því hvernig þjálfun starfsfólks yrði sinnt og hvernig samstarf við erlenda rannsóknarstofu yrði útfært en henni yrði falið að endurmeta 3-4 prósent sýna til að tryggja gæði. Í niðurstöðum álitsins segir að ekki sé hægt að fullyrða fyrirfram hvort Landspítali muni uppfylla gæðaviðmið er varðar frumugreiningarnar en það ætti að vera hægt að tryggja gæði þeirra með vönduðu skipulagi. Forsendur þess séu að gætt verði að kröfu um lágmarksfjölda sýna per frumuskoðara, að gætt verði að ítrustu þjálfun og símenntun fagfólks, að vandað innra eftirlit verði viðhaft og að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig brugðist verði við ef innri gæðaviðmið eru ekki uppfyllt. Til þess þyrfti Landspítali að semja við erlenda rannsóknarstofu, sem yrði bakhjarl fyrir starfsemina. Tengd skjöl Svar_við_erindi_vardandi_greiningar_á_synum_vegna_skimunar_á_leghalskrabbameiniPDF623KBSækja skjal
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23 „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23
„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46
Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57
Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05
Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24