Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:20 Sergei Lavrov og Antony Blinken hittust í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin í Washington á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. norðurskautsráðið Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov. Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov.
Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira