Mikil spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2021 19:20 Sergei Lavrov og Antony Blinken hittust í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin í Washington á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. norðurskautsráðið Mikil spenna ríkti milli Bandaríkjamanna og Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík. Rússar gagnrýna NATO ríkin harðlega fyrir hernaðaruppbyggingu við landamæri Rússlands og vilja að yfirmenn herafla Norðurskautsráðsins taki á ný upp reglulega fundi. Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov. Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sergei Lavrov gagnrýndi viðvarandi staðsetningu herafla Bandaríkjanna og annarra NATO ríkja í Noregi sem hann sagði stefnubreytingu að hálfu Norðmanna. „Að sjálfsögðu látum við okkur það mest varða sem er að gerast næst landamærunum að okkurþ Noregur er okkar nálægasti nágranni sem við höfum mjög góð samskipti við,“ sagði Lavrov á fréttamannafundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í dag. Þrátt fyrir þetta væri herafli NATO ríkja efldur við landamærinn að Rússlandi. Sergei Lavrov hvetur til athafna í stað orða í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.norðurskautsráðið „Áform um að koma fyrir umfangsmiklum umframherafla í Póllandi sem nú eru til umræðu í Washington eru hrein og klár brot á grundvallarsamkomulagi Rússlands og NATO frá árinu 1997. Ég vona að allar NATO þjóðir geri sér grein fyrir að þetta er ekki spurning um gagnkvæmni, þetta snertir margháttaðar skuldbindingar NATO blokkarinnar gagnvart Rússlandi,“ sagði Lavrov. Rússar vildu endurvekja reglulega fundi yfirmanna herafla ríkja Norðurskautsráðsins til að samræma reglur og aðgerðir í loftferðar- og björgunarmálum. En þeim fundum var hætt eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Guðlaugur Þór Þórðarson undirstrikaði mikilvægi þess að óskyldum deilumálum ríkja um öryggis- og varnarmál yrði ekki hleypt inn í Norðurskautsráðið þar sem samstaða hafi ríkt um málefni þess.norðurskautsráðið Guðlaugur Þór brást við þessu með því að minna á að frá stofnun Norðurskautsráðsins hefði ríkt eining um að öryggismál væru þar ekki til umræðu. „Allt annað sem einstök ríki geta gert til að draga úr spennu milli landa er sjálfsagt. Stöðugleiki er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að horfa til með jákvæðum hætti en ég tel mikilvægt að við höldum Norðurskautsráðinu eins og það er,“ sagði Guðlaugur Þór. Þetta er í samræmi við málflutning Bandaríkjastjórnar sem þó hefur aukið viðveru herskipa Atlantshafsflotans í nágrenni Rússlands. Tvíhliða fundur Lavrovs og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hörpu í gærkvöldi var sagður góður þrátt fyrir greinilega spennu milli ríkjanna. „Við erum þeirrar skoðunar að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna geti unnið saman og átt samvinnu. Þjóðir okkar, heimsbyggðin öll geta verið öruggari en nú og það er það sem við stefnum að,“ sagði Blinken fyrir fund hans og Lavrovs. Lavrov sagði Rússa og Bandaríkjamenn greina alvarlega á um mat á stöðu alþjóðamála og hvernig koma mætti samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf. Tíma yfirlýsinga væri liðinn og tími athafna runninn upp. „Okkar afstaða er mjög einfööld. Við erum reiðubúnir til að ræða öll málefni án undantekninga en með þeim skilyrðum að þær viðræður verði heiðarlegar, með staðreyndir á borðinu og byggi að sjálfsögðu á gagnkvæmri virðingu,“ sagði Sergei Lavrov.
Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Rússland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira