Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 07:55 Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum þann 10. maí. Skjáskot Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira