Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 07:55 Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum þann 10. maí. Skjáskot Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira