Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2021 12:26 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Konan er öryrki og á bótum. Hún segist hafa verið greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Paradísarheimt var sýnd á RÚV.Vísir/Vilhelm Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Dómurinn taldi ekki hægt að meta það þeim Jóni og Steingrími til sakar að hafa birt viðtöl við konuna í sjónvarpsþætti sem hún hefði sjálfviljug mætt í og veitt upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja um persónulega hagi. Hún hefði verið meðvituð um tilgang viðtalanna. Þá væri ekki séð að birting viðtalanna hefðu brotið gegn lögum um persónuvernd eða meðferð persónuupplýsinga, stjórnarskrá eða Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki heldur gegn siðareglum blaðamanna. Jón Ársæll og Steingrímur hefðu verið í góðri trú um að samþykki lægi til grundvallar birtingu viðtala við hana á RÚV. Því taldi dómurinn þá Jón Ársæl og Steingrím ekki hafa gert nokkuð sem teldist saknæmt, hvað þá að hafa viðhaft verulegt gáleysi. Háttsemin hefði heldur ekki verið ólögmæt eða skaðabótaskyld. Engin gögn hefðu verið lögð fram til að styðja að konan hefði ekki verið hæf eða bær til að taka ákvörðun um að fara í viðtal. Í þáttunum var rætt við fjölmarga sem hafa setið inni á Litla-Hrauni.vísir/vilhelm Þá hafi liðið rúmt hálft ár frá því viðtölin voru tekin og þar til þau voru sýnd. Engar athugasemdir hafi borist fyrr en nokkrum dögum fyrir sýningu þáttarins. Af tölvuskeytum frá konunni til þáttagerðamanna verði ekki annað séð en að hún hafi verið vel fær um að taka ákvarðanir fyrir sína hönd þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hafi gengið í gegnum. Voru Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV því sýknuð af kröfunni. Konan fékk gjafsóknarleyfi og var allur kostnaður hennar því greiddur úr ríkissjóði. Málskostnaður var felldur niður en Jón Ársæll, Steingrímur og RÚV bera sinn kostnað af málinu samkvæmt lögum um meðferð einkamála, segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn 12. maí. Er þetta í annað skipti sem dómsmál er höfðað í tengslum við Paradísarheimt en í fyrra máli viðurkenndu þáttagerðamenn og RÚV sök.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira