Þórólfur skorar á íþróttafélög eftir fjölda ábendinga um brot á sóttvarnareglum Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 11:41 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Eins og sjá má í baksýn var þétt setið, eða staðið, á leiknum og allur gangur á því hvort fólk bæri grímur eða ekki. vísir/bára „Í þessum fjölmörgu skjáskotum sem við höfum fengið í morgun er ljóst að mönnum hefur hlaupið kapp í kinn í gærkvöld, og þurfa að bæta sig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á fundi almannavarna í dag, aðspurður um sóttvarnabrot áhorfenda á íþróttaleikjum. Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Víðir segir að fjöldi ábendinga hafi borist um það að áhorfendur á íþróttaleikjum virði ekki sóttvarnareglur. Þetta virðist hafa verið sérstaklega áberandi í gærkvöld þegar KR og Valur mættust í æsispennandi leik í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. „Við höfum fengið mjög margar ábendingar, sérstaklega í morgun, og mörg skjáskot af körfuboltaleik í gærkvöldi. Miðað við þær myndir… hver var fjöldinn raunverulega, hvernig voru þessi sóttvarnahólf útfærð? Og svo var þéttleikinn milli manna, grímunotkun og annað ekki í neinu samræmi við þær leiðbeiningar sem að ÍSÍ hefur gefið íþróttafélögunum vegna þessara viðburða,“ sagði Víðir. „Nú eru úrslitakeppnirnar byrjaðar sem að kalla á fleiri áhorfendur, og það er greinilegt að það er mikil áskorun fyrir íþróttafélögin að standa áfram vel að sínum sóttvarnamálum eins og þau hafa gert,“ bætti hann við. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, sem var gagnrýndur þegar hann lagði til áhorfendabann á íþróttaleikjum en vildi á sama tíma leyfa áhorfendur í leikhúsum og á tónleikum, tók undir orð Víðis og sagði: „Ég vil skora á íþróttafélögin að virkilega standa sig í þessu. Það var mikið ákall og mikil gagnrýni sem við fengum fyrir að loka fyrir íþróttastarfsemi, og við vorum fullvissuð um að menn gætu staðið sig. Ég held að það standi núna upp á íþróttafélögin og íþróttahreyfinguna að virkilega sýna að þetta sé hægt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum