Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 22:46 Óvenju mikið hefur verið um gróðurelda síðustu vikur. vísir/vilhelm Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu.
Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03