Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 13:40 Um er að ræða Rottweiler, sem hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir. Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir.
Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37
Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01