Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 11:54 Eftir langt tímabil vaxtalækkana ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að hækka meginvexti um 0,25 prósentur í dag. Helsta skýringin er þrálát verðbólga bæði innanlands og utan. Stöð 2/Arnar Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30