Ekki að sjá að uppáhalds drengurinn á Akranesi væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 12:53 Mikið mun mæða á Dino Hodzic í marki ÍA það sem eftir lifir tímabils. vísir/hulda margrét Króatíski markvörðurinn Dino Hodzic lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrradag. Hann komst vel frá sínu eins og fjallað var um í Pepsi Max Stúkunni. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31