Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 15:41 Um 6.300 manns sóttu Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. „Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14