Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 06:16 Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“ Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“
Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira