Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu ráðherranna, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands.
Óheimilt verður að fljúga dróna innan 500 metra radíus frá Hörpunni, Grand Hótel Reyjavík og Hilton Nordica. Bannið gildir einnig um Sæbrautina í vestur frá Kringlumýrarbraut, strandlengjuna þar við og 200 metra út á haf frá Sæbraut, Borgartún og Skúlagötu að Hörpu.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu má einnig búast við smávægilegum umferðartöfum miðsvæðis í Reykjavík á meðan ráðherrafundinum stendur, eða frá þriðjudegi til fimmtudags. Þó verður engum götum lokað vegna fundarins.