Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 10:30 Konan dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í sóttkví á Hótel Kletti. Hótel klettur Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði