Þórsaraslagur í Þorlákshöfn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 10:34 Larry Thomas hefur verið einn besti leikmaður Þórs Þorlákshafnar í vetur. Þór Þorlákshöfn tekur á móti nöfnum sínum í Þór Akureyri í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Þór Þ. hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Þór Ak. í því sjöunda. Sérfræðingar körfuboltakvölds fóru yfir þessa viðureign í þætti sínum í vikunni. Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Í upphafi var farið yfir tölfræði liðanna, en þar kom margt áhugavert í ljós. Liðin unnu sinn leikinn hvor þegar þau mættust í vetur. Strákarnir frá Þorlákshöfn standa betur að vígi í nánast öllum tölfræðiþáttum vetrarins. Það kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með Domino's deildinni að Þór Þ. er tölfræðilega með eina allra bestu sókn deildarinnar, en þegar komið er í úrslitakeppni getur allt gerst. „Það geta allir skotið í þessu liði“ Drengirnir byrjuðu á því að ræða um lið Þorlákshafnar og hvaða leikmenn væru þeir sem mest myndi mæða á í þessari rimmu. Larry Thomas, Styrmir Snær og Callum Lawson voru þeir þrír leikmenn sem nefndir voru, en Benedikt Guðmundsson benti á það að skotógn Þórs frá Þorlákshöfn væri gífurleg. „Það geta allir skotið þriggja stiga í þessu liði. Það er alveg sama hver það er, það voru níu leikmenn sem skoruðu þrist á Egilstöðum um daginn,“ sagði Benedikt. „Lárus þjálfari vill ekki leikmenn sem geta ekki skotið þriggja. Hann vill að menn geti skotið og að menn geti teygt gólfið þannig að það er mjög erfitt að verjast þessu liði.“ Adomas Drungilas verður ekki með Þór Þ. í fyrstu þrem leikjum úrslitakeppninnar, en hann er í banni eftir að hafa gefið Guy Edi olnbogaskot seinast þegar þessi tvö lið mættust. „Þórsararnir hafa samt sýnt að þeir geta spilað vel án hans. Ég sé fyrir mér að þetta fari í fimm leiki. Liðin vinna heimaleikina sína og Þór Þorlákshöfn fer áfram eftir oddaleik á heimavelli,“ sagði Benedikt. Teitur Örlygsson greip þá boltann á lofti og lét óánægju sína með Drungilas í ljós. „Þetta bann kemur út frá leik þar sem þessi lið voru að spila innbyrgðis og það gæti kannski hleypt smá illu blóði í menn.“ „En þetta er náttúrulega alveg síðasta sort með Drungilas. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í annað skipti heldur í þriðja skipti sem hann gerir þetta. Ég hugsa að einhver í kringum liðið hugsi núna um að reka hann.“ „Ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi“ Næst var umræðan fær að liði Akureyringa. Sérfræðingarnir voru sammála um það að Dedrick Deon Basile þurfi að eiga góða seríu til að Akureyringar eigi séns, en hann er í banni í fyrsta leik. „Lykillinn hjá Þór Akureyri er að brjóta niður tempóið, en ég er ekki að sjá að Akureyringarnir séu með mannskapinn í það,“ sagði Teitur Örlygsson. Eins og áður segir verður Dedrick ekki með í fyrsta leik liðanna. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í vetur, og gerði gott betur en að hjálpa til við að halda liðinu uppi. „Þetta er hinn nýji Chuck Norris,“ sagði Benedikt. “Mig minnir að ég hafi sagt á sínum tíma að þeir þyrftu kana og ef hann heitir ekki Chuck Norris þá eru þeir ekki að fara að halda sér uppi.“ Ivan Aurrecoechea hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds og það mun mæða mikið á honum, sérstaklega í fyrsta leik þegar Dedrick verður ekki með. „Þetta er bara algjört skrýmsli þarna inni í teig. Sama hvort að hann sé í fráköstum eða troðandi öllu þarna í kringum hringinn.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en liðin mætast í kvöld klukkan 19:15. Klippa: Þór Þ. - Þór Ak. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti