Þegar komið var á vettvang reyndist orsakavaldurinn vera pottur á eldavél, en húsráðandi hafði sofnað á meðan eldamennsku stóð.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var útkallið því minni háttar. „Það er búið að opna og verið að lofta út. Það eru engar stærri skemmdir, bara vond lykt.“