Hafa veikst alvarlega vegna rakaskemmda í húsnæði spítalans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 13:27 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Landspítala hafi veikst alvarlega vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði spítalans. Rúmlega tuttugu starfsmenn leita til trúnaðarlæknis spítalans á ári vegna einkenna sem tengd eru rakaskemmdum í starfsumhverfi þeirra. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira